Aðalbjörg Stefanía Ingólfsdóttir fæddist 11. nóvember 1924 á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu. Hún er tvíburi.
Barn að aldri fékk Aðalbjörg berkla og lagðist inn á Kristneshæli í mars 1933. Þar lá hún ásamt Úlfi bróður sínum og móður þeirra, sem lést þar. Aðalbjörg var þá 9 ára. Minningin er sterk frá þessum tíma, hún var í stofu með móður sinni og á kvöldin fór hún upp í til móður sinnar, sem fór með kvöldbænirnar með henni.
Þegar hún var 14 ára lést faðir hennar og héldu systkinin heimili veturinn eftir, en eftir það fór Aðalbjörg í vist og síðar að vinna fyrir sér.
Seinna flutti Aðalbjörg til Akureyrar. Hún fór m.a. að vinna á saumastofu Valtýs Aðalsteinssonar. Þar kynntist hún Páli Lútherssyni, sem var í klæðskeranámi á sömu saumastofu, og ástin tók völdin. Þau gengu í
...