Morgunblaðið ræðir á næstu dögum við oddvita flokkanna í öllum kjördæmum sem bjóða fram til Alþingis, en í dag birtast viðtöl við oddvitana í Reykjavík norður á mbl.is. Er í blaðinu í dag birtur stuttur útdráttur úr öllum viðtölunum við oddvitana…
Atkvæði Kjördagur í alþingiskosningunum er 30. nóvember.
Atkvæði Kjördagur í alþingiskosningunum er 30. nóvember. — Morgunblaðið/Ómar

Morgunblaðið ræðir á næstu dögum við oddvita flokkanna í öllum kjördæmum sem bjóða fram til Alþingis, en í dag birtast viðtöl við oddvitana í Reykjavík norður á mbl.is.

Er í blaðinu í dag birtur stuttur útdráttur úr öllum viðtölunum við oddvitana ellefu, en þeir eru Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Baldur Borgþórsson, Lýðræðisflokknum, Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins, Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki, Finnur Ricart Andrason, Vinstri grænum, Lenya Rún Taha Karim, Pírötum, Sigríður Á. Andersen, Miðflokki og Jóhannes Loftsson, Ábyrgri framtíð. » 10