„Spyrjum að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum,“ segir málshátturinn. Þessi merking var lengst af ein á markaðnum: orusta, bardagi. Hún er sú eina í Íslenskri orðabók og í Ritmálssafni er ekkert dæmi um aðra en nú er hún næstum vikin…
„Spyrjum að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum,“ segir málshátturinn. Þessi merking var lengst af ein á markaðnum: orusta, bardagi. Hún er sú eina í Íslenskri orðabók og í Ritmálssafni er ekkert dæmi um aðra en nú er hún næstum vikin fyrir annarri: verslun með vopn. Tímarnir breytast og viðskiptin með.