Barnabók Læk ★★★★½ Eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Gunnar Helgason. Myndlýsing eftir hafnfirska krakka. Drápa, 2024. Innbundin. 182 bls.
Hryllilega gaman Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifuðu níu smásögur hvort upp úr hugmyndum sem þau drógu úr safni hafnfirskra skólakrakka og birtast í bókinni Læk.
Hryllilega gaman Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifuðu níu smásögur hvort upp úr hugmyndum sem þau drógu úr safni hafnfirskra skólakrakka og birtast í bókinni Læk. — Morgunblaðið/Eggert

Bækur

Árni

Matthíasson

Smásagnasafnið Læk á sér merkilegan aðdraganda, upprunasögu eins og sagt er um ofurhetjur, því Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fékk hafnfirska skólakrakka til þess að senda inn hugmyndir að sögum sem þeir myndu vilja lesa. Þau Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason, bæði framúrskarandi barnabókahöfundar, drógu svo úr hugmyndasafninu og úr urðu átján sögur, níu eftir hvort þeirra. Myndir í bókinni eru svo líka eftir hafnfirsk ungmenni.

Sögusafnið spannar vítt svið, ótrúlega vítt svið, því börnin hafa sótt í allar áttir í hugmyndaleit. Þau Bergrún og Gunnar fara líka alla leið í að vinna úr hugmyndunum hrylling, húmor og hamagang.

Í sögunum

...