Mannfall Rússa í innrásinni í Úkraínu hefur aldrei verið meira en í nýliðnum októbermánuði að sögn yfirmanns breska herráðsins. Aðmírállinn Sir Tony Radakin sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í gær að áætlað væri að um 1.500 Rússar hefðu…
Úkraína Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, og Andrí Síbíha, utanríkisráðherra Úkraínu, leggja hér blóm að minnismerki um fallna hermenn.
Úkraína Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, og Andrí Síbíha, utanríkisráðherra Úkraínu, leggja hér blóm að minnismerki um fallna hermenn. — AFP/Sergei Supinsky

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Mannfall Rússa í innrásinni í Úkraínu hefur aldrei verið meira en í nýliðnum októbermánuði að sögn yfirmanns breska herráðsins. Aðmírállinn Sir Tony Radakin sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í gær að áætlað væri að um 1.500 Rússar hefðu fallið eða særst á hverjum einasta degi í október, og hafa þær tölur ekki verið hærri frá því að innrás þeirra hófst í febrúar 2022.

Radakin sagði að það styttist senn í að Rússar hefðu misst um 700.000 manns þegar horft væri til bæði fallinna og særðra, og sagði hann Pútín Rússlandsforseta hafa valdið rússnesku þjóðinni ómældum þjáningum.

Rússar hafa sótt nokkuð á undanfarna mánuði í austurhluta Úkraínu, einkum og sér í lagi í Donetsk-héraði, en Radakin sagði að sá ávinningur væri dýru verði

...