Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mannfall Rússa í innrásinni í Úkraínu hefur aldrei verið meira en í nýliðnum októbermánuði að sögn yfirmanns breska herráðsins. Aðmírállinn Sir Tony Radakin sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í gær að áætlað væri að um 1.500 Rússar hefðu fallið eða særst á hverjum einasta degi í október, og hafa þær tölur ekki verið hærri frá því að innrás þeirra hófst í febrúar 2022.
Radakin sagði að það styttist senn í að Rússar hefðu misst um 700.000 manns þegar horft væri til bæði fallinna og særðra, og sagði hann Pútín Rússlandsforseta hafa valdið rússnesku þjóðinni ómældum þjáningum.
Rússar hafa sótt nokkuð á undanfarna mánuði í austurhluta Úkraínu, einkum og sér í lagi í Donetsk-héraði, en Radakin sagði að sá ávinningur væri dýru verði
...