Óréttlæti Sindri Freysson hefur tekið saman sögu þeirra Íslendinga sem breski herinn hneppti í varðhald á stríðsárunum, flesta fyrir litlar eða engar sakir. Enginn þeirra fékk afsökunarbeiðni fyrir meðferðina eða bætur.
Óréttlæti Sindri Freysson hefur tekið saman sögu þeirra Íslendinga sem breski herinn hneppti í varðhald á stríðsárunum, flesta fyrir litlar eða engar sakir. Enginn þeirra fékk afsökunarbeiðni fyrir meðferðina eða bætur. — Morgunblaðið/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

1.

Síðla nætur 8. júní 1941 stóð sautján ára stúlka á bæjarbryggjunni á Ísafirði og horfði til hafs. Ilse Häsler var stuttklippt og ljóst hárið ögn liðað samkvæmt tískunni. Hún klæddist bládoppóttum sumarkjól undir þunnri kápu sem blakti í golunni. Á bryggjuborðunum við hlið hennar lá lúin og rispuð ferðataska sem pakkað hafði verið í fáeinum flíkum og brýnustu nauðsynjum með hraði. Ilse starði út fjörðinn ráðvillt á svip og hugsanir hennar á tjá og tundri, í senn grunlaus um hremmingarnar sem biðu hennar og með ónotakennd yfir óljósri framtíð. Breskir hermenn höfðu handtekið hana á fjölsóttu balli í Alþýðuhúsinu nokkrum tímum fyrr. Ilse var í miðjum dansi:

„Annar þeirra kom við bakið á mér og ég hélt fyrst að hann vildi dansa við mig. En hann tók dálítið fast í mig, þetta var ekkert grín. Þeir leiddu mig bara út af dansleiknum, voru ekkert

...