Illt er að sóa fé í brýr, en þó ekki síst þær óþörfu

Þrjár brúarframkvæmdir sem nú ýmist standa yfir eða eru áformaðar hafa vakið nokkrar umræður vegna gríðarlegs kostnaðar sem hlaðist hefur upp frá upphaflegum hugmyndum. Tvær þessara brúa, yfir Hornafjarðarfljót og yfir Ölfusá, eru ótvírætt mikilvægar framkvæmdir. Sú fyrrnefnda, sem þegar er í byggingu, mun stytta þjóðveg eitt og verða mikil samgöngubót. Sú síðarnefnda er enn ekki komin í framkvæmd en verður einnig mikil samgöngubót og léttir á þeirri miklu umferðarstíflu sem iðulega verður þar sem gamla Ölfusárbrúin er á núverandi þjóðvegi inn í Selfoss.

Þriðju brúna, sem á að byggja yfir Fossvoginn, er síður hægt að tala um sem mikilvæga samgöngubót. Hún á að verða hluti af borgarlínu og samgönguáætlun höfuðborgarsvæðisins og verður ekki gerð fyrir þann ferðamáta sem almenningur notar helst, fjölskyldubílinn. Brúin er þegar af þeirri ástæðu hin undarlegasta framkvæmd, en ekki síður

...