Íslenski dansflokkurinn – Borgarleikhúsinu Órætt algleymi ★★★★· Hverfa ★★★½· Órætt algleymi: Danshöfundur og sviðsmynd: Margrét Sara Guðjónsdóttir. Dansarar: Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre og Una Björg Bjarnadóttir. Tónlist: Peter Rehberg. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Búningar: Karen Briem. Hverfa: Höfundur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon og Andrean Sigurgeirsson. Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Árni Rúnar Hlöðversson. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Dramatúrg: Igor Dobričić. Verkin voru frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 1. nóvember.
Dansverk Fyrra verk kvöldsins, Órætt algleymi, er að sögn rýnis afurð áralangra rannsókna Margrétar Söru.
— Ljósmynd/Valgerður Rúnarsdóttir
Dans
Sesselja G.
Magnúsdóttir
Eitt af því fagra við að fara á samtímadanssýningar er að maður veit aldrei á hverju maður á von, nema reyndar að hreyft verður við sýn manns á listina og lífið. Það getur verið gott að lesa sér til um verk sem fara skal á en það er ekki síður heillandi að dubba sig bara upp, slökkva á vitrænni hugsun og taka á móti listinni með opið hjarta og skynjun. Og umfram allt skilja allar hugmyndir um hvernig dans á að vera eftir heima. Fyrsta frumsýning Íslenska dansflokksins þetta haustið var hér engin undantekning. Aldrei þessu vant var sýningin á Stóra sviðinu en ekki því Nýja og já, á Stóra sviðinu í orðsins fyllstu merkingu. Áhorfendur voru leiddir baka til og gengu inn á sviðið í gegnum vænginn eins og þeir væru sjálfir flytjendurnir sem var þó ekki. Þeirra biðu sæti
...