Íslenski dansflokkurinn – Borgarleikhúsinu Órætt algleymi ★★★★· Hverfa ★★★½· Órætt algleymi: Danshöfundur og sviðsmynd: Margrét Sara Guðjónsdóttir. Dansarar: Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre og Una Björg Bjarnadóttir. Tónlist: Peter Rehberg. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Búningar: Karen Briem. Hverfa: Höfundur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon og Andrean Sigurgeirsson. Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Árni Rúnar Hlöðversson. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Dramatúrg: Igor Dobričić. Verkin voru frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 1. nóvember.
Dansverk Fyrra verk kvöldsins, Órætt algleymi, er að sögn rýnis afurð áralangra rannsókna Margrétar Söru.
Dansverk Fyrra verk kvöldsins, Órætt algleymi, er að sögn rýnis afurð áralangra rannsókna Margrétar Söru. — Ljósmynd/Valgerður Rúnarsdóttir

Dans

Sesselja G.

Magnúsdóttir

Eitt af því fagra við að fara á samtímadanssýningar er að maður veit aldrei á hverju maður á von, nema reyndar að hreyft verður við sýn manns á listina og lífið. Það getur verið gott að lesa sér til um verk sem fara skal á en það er ekki síður heillandi að dubba sig bara upp, slökkva á vitrænni hugsun og taka á móti listinni með opið hjarta og skynjun. Og umfram allt skilja allar hugmyndir um hvernig dans á að vera eftir heima. Fyrsta frumsýning Íslenska dansflokksins þetta haustið var hér engin undantekning. Aldrei þessu vant var sýningin á Stóra sviðinu en ekki því Nýja og já, á Stóra sviðinu í orðsins fyllstu merkingu. Áhorfendur voru leiddir baka til og gengu inn á sviðið í gegnum vænginn eins og þeir væru sjálfir flytjendurnir sem var þó ekki. Þeirra biðu sæti

...