Fræðirit Lýðræði í mótun ★★★½· Eftir Hrafnkel Lárusson. Sögufélag, 2024. Innb., 99 bls. Skrár um myndir, heimildir, nöfn og efnisorð
Fróðlegt Rýnir segir verk Hrafnkels stórfróðlegt en það sé ekki miðað við þarfir hins almenna lesanda.
Fróðlegt Rýnir segir verk Hrafnkels stórfróðlegt en það sé ekki miðað við þarfir hins almenna lesanda. — Morgunblaðið/Eyþór

Bækur

Sölvi

Sveinsson

Bókin er stytt og endurskoðuð doktorsritgerð og ber þess raunar merki með tilgreindum rannsóknarspurningum og sértækum skilgreiningum hugtaka. „Í hnotskurn er þessu verki ætlað að vera félags-, menningar- og stjórnmálasöguleg rannsókn á áhrifum (eða áhrifaleysi) almennings á lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874-1915“ (9-10). Ýmsar breytingar urðu á samfélaginu þetta skeið, þéttbýlismyndun hófst að marki, fólki fjölgaði, margir fóru til Ameríku. Landið fékk stjórnarskrá 1874 með ákvæði um félagafrelsi, heimastjórn 1904 og viðhorf gamla bændasamfélagsins áttu undir högg að sækja; húsbóndavaldið var á undanhaldi. Sjómennska varð sjálfstæð atvinnugrein, ekki aukabúgrein þegar lítið var umleikis á bóndans býli. Verferðir vinnumanna væru líklega skilgreindar

...