Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur þegar rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um Úkraínustríðið og hvatt hann til þess að stigmagna ekki átökin í Úkraínu.
Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í gærkvöldi að Trump og Pútín hefðu talað saman símleiðis á fimmtudaginn, og hafði eftir nokkrum heimildarmönnum sem voru vitni að símtalinu. Mun Trump m.a. hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn hefðu fjölmennan her í Evrópu.
Munu leiðtogarnir tveir hafa sammælst um að ræða aftur saman fljótlega til að ræða endalok stríðsins í Úkraínu. Munu ráðamenn í Úkraínu einnig hafa vitað af símtalinu og ekki sett sig upp á móti því að Trump hefði samband við Pútín, en Selenskí Úkraínuforseti ræddi við Trump á miðvikudaginn.
Nokkur óvissa ríkir nú um framhald Úkraínustríðsins, sér í
...