Hagaskóli er sigurvegari Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, annað árið í röð. Úrslitakvöld keppninnar fór fram í gærkvöld í Borgarleikhúsinu þar sem fram komu Árbæjarskóli, Laugalækjarskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Breiðholtsskóli, Ölduselsskóli, Hagaskóli og Réttarholtsskóli. Í öðru sæti varð Laugalækjarskóli en Réttarholtsskóli í því þriðja. Ölduselsskóli hlaut Skrekkstunguna í ár en verðlaunin eru veitt því atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun á íslensku.