Ég þekki mann sem þykir gott að synda með tónlist í eyrum. Hann á sérstök heyrnartól sem eru vatnsheld og hlustar á meðan hann syndir. Þetta finnst mér skrítið og forvitnilegt. Fyrir mér passar þetta tvennt illa saman, þ.e
Garpur Michael Phelps í sundi með heyrnartól.
Garpur Michael Phelps í sundi með heyrnartól.

Helgi Snær Sigurðsson

Ég þekki mann sem þykir gott að synda með tónlist í eyrum. Hann á sérstök heyrnartól sem eru vatnsheld og hlustar á meðan hann syndir. Þetta finnst mér skrítið og forvitnilegt. Fyrir mér passar þetta tvennt illa saman, þ.e. tónlist og vatn. Þegar ég spyrni mér frá bakkanum vil ég helst sem minnst heyra, í mesta lagi notalegt gutlið í vatninu. Ég vil þó ekki útiloka að ég myndi njóta þess að hlusta á tónlist í lauginni, ætti ég til þess heyrnartól. Á móti kemur að ég syndi ekki það lengi, þá sjaldan ég syndi, að ég þurfi að hlusta á eitthvað á meðan. Fyrir mér er sundið líka ákveðin hvíld frá öllum hljóðunum sem manni berast til eyrna frá morgni til kvölds, það er í raun lúxus að geta lokað á þau. Vatnsheldir eyrnatappar freista því meira en vatnsheld heyrnartól.

En hvað er þessi pistill að

...