Þegar stjórnmálamenn virða ekki siðferðileg gildi, þegar eiginhagsmunir eru settir ofar almannahagsmunum, þá verður lýðræðið veikburða.
Gísli Rafn Ólafsson
Gísli Rafn Ólafsson

Gísli Rafn Ólafsson

Á undanförnum árum hefur traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum dalað. Skortur á siðferði í stjórnmálum hefur grafið undan trú fólks á lýðræðislegum stofnunum og leitt til vantrúar á getu þeirra til að þjóna hagsmunum samfélagsins. Það er því brýn nauðsyn að efla siðferði í stjórnmálum til að endurreisa traust og tryggja heilbrigða þróun samfélagsins.

Þurfum að leggja áherslu á gagnsæi

Siðferði er grunnstoð hvers samfélags. Það mótar samskipti milli einstaklinga og stofnana og tryggir að ákvarðanir séu teknar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þegar stjórnmálamenn virða ekki siðferðileg gildi, þegar eiginhagsmunir eru settir ofar almannahagsmunum, þá verður lýðræðið veikburða og hættir að virka sem skyldi.

Við höfum séð dæmi um þetta

...