Sigurður Örn Hektorsson fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1954 og ólst fyrst upp í Faxaskjólinu þar sem móðuramma hans og -afi bjuggu.
Hann var tvö sumur í sveit í Skagafirði og þrjú sumur á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði.
„Ég átti yndislega æsku. Pabbi var skipstjóri hjá SÍS og náði ég einni ferð um Eystrasaltslöndin með honum. Ég fluttist í Kópavoginn við upphaf barnaskólagöngu í Kársnesskólanum. Var í Skólahljómsveit Kópavogs 11-17 ára og spilaði á kornett og trompet undir stjórn Björns Guðjónssonar. Á þeim tíma var það aðaláhugamálið. Ég tók andspróf frá Víghólaskóla, síðan lá leiðin í MR og útskrifaðist ég þaðan sem stúdent 1974 og fór eftir það í læknadeildina.“
Sigurður lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ árið 1980, almennu læknaprófi og sérfræðiprófi í heimilislækningum
...