Samtal? Rússar neita því að Trump hafi hringt í Pútín í síðustu viku.
Samtal? Rússar neita því að Trump hafi hringt í Pútín í síðustu viku. — AFP

Talsmaður stjórnvalda í Kreml neitaði því í gær að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín forseti Rússlands hefðu rætt saman í síma í síðustu viku.

„Þetta eru einfaldlega rangar upplýsingar,“ sagði talsmaðurinn, Dmitrí Peskov, við blaðamenn.

Blaðið Washington Post hafði á sunnudag eftir nokkrum ónafngreindum heimildarmönnum, sem þekktu til símtalsins, að Trump hefði þar m.a. minnt Pútín á að Bandaríkin hefðu fjölmennan her í Evrópu.

Steven Cheung samskiptastjóri Trumps sagðist í yfirlýsingu til AFP-fréttastofunnar ekki tjá sig um einkasamtöl Trumps við aðra þjóðarleiðtoga.

Trump ræddi við Volodimír Selenskí forseta Úkraínu í síðustu viku og við Olaf Scholz kanslara Þýskalands á sunnudag.

...