viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
„Það er stundum eins og eitthvað yfirnáttúrulegt stjórni mér þegar ég er að vinna. Eins og það sé ekki ég sjálfur sem held á penslinum. Þá mála ég og mála klukkustundum saman og stend svo eftir á steinhissa á þessu öllu saman,“ sagði listamaðurinn Jón Stefán Brimar Sigurjónsson, oftast kallaður Brimar, í viðtali við Norðurslóð árið 1980. Brimar var sjálfmenntaður listamaður sem bjó á Dalvík. Hann var sjómaður og húsamálari og fór að sinna listinni upp úr þrítugu. Hann lést 52 ára gamall, varð bráðkvaddur á fyrstu og síðustu einkasýningu sinni í Ráðhúsi Dalvíkur 1980. Þó að listamannsferill hans spanni aðeins tvo áratugi var hann afkastamikill listmálari og vakti athygli fyrir að taka sjaldan greiðslu fyrir verk sín, og þá í mesta lagi upp í efniskostnað.
...