Helgi Björnsson gerir upp 40 ára tónlistarferil sinn í ár og fagnar áfanganum með því að gefa út safnplötu og halda risatónleika í Eldborgarsal Hörpu í lok nóvember. „Nú eru liðin 40 ár síðan ég gaf út minn fyrsta geisladisk eða plötu ásamt…
Þjóðargersemi Helgi Björns hefur snert þjóðarsálina síðustu áratugi.
Þjóðargersemi Helgi Björns hefur snert þjóðarsálina síðustu áratugi.

Helgi Björnsson gerir upp 40 ára tónlistarferil sinn í ár og fagnar áfanganum með því að gefa út safnplötu og halda risatónleika í Eldborgarsal Hörpu í lok nóvember. „Nú eru liðin 40 ár síðan ég gaf út minn fyrsta geisladisk eða plötu ásamt Grafík,“ segir Helgi Björns í samtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag.

Þrátt fyrir að saga Helga spanni fleiri ár má segja að hún hafi hafist fyrir alvöru þegar hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík. Vinsældir sveitarinnar ruku upp úr öllu valdi og þótti Helgi afburðagóður frontur.

Sömuleiðis vöktu textar hans mikla athygli. Helgi Björns er hvergi nærri hættur og mun halda áfram að semja tímalausa texta sem hreyfa við þjóðarsálinni svo lengi sem hann lifir. „Ég hef mest verið að semja um mannlega hluti, tilfinningar, sambönd og manneskjuna í

...