Hugsanlegt er að einhver barnanna sem fengu E. coli-smit eftir að hafa borðað sýkt nauta- og kindahakk í leikskólanum Mánagarði um miðjan október muni hljóta varanlegan nýrnaskaða.
Ljóst er að einhver barnanna glíma nú þegar við eftirköst sýkingarinnar, sem aðallega felast í nýrnaskaða, en tíminn verður að leiða það í ljós hvort skaðinn gengur til baka eða ekki. Þetta segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum.
Þrjú börn liggja enn á Barnaspítala Hringsins, þar af eitt á gjörgæsludeild, vegna sýkingarinnar en Valtýr segir öll börnin þó á batavegi. Þau tvö sem liggja á legudeild komi væntanlega til með að útskrifast fljótlega. Þá sé barnið sem liggur á gjörgæsludeild komið úr öndunarvél.
En þó að börnin útskrifist er viðbúið að mörg þeirra þurfi eftirlit áfram. „Mörg þessara barna þurfa
...