Guðrún Arnardóttir og Hlín Eiríksdóttir eru báðar tilnefndar sem bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í sinni stöðu fyrir lokahóf deildarinnar sem fram fer á fimmtudaginn kemur. Guðrún, sem varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, er…
Meistari Guðrún Arnardóttir varð meistari í fjórða sinn á dögunum.
Meistari Guðrún Arnardóttir varð meistari í fjórða sinn á dögunum. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Guðrún Arnardóttir og Hlín Eiríksdóttir eru báðar tilnefndar sem bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í sinni stöðu fyrir lokahóf deildarinnar sem fram fer á fimmtudaginn kemur. Guðrún, sem varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, er tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar en hún lék 24 af 26 leikjum liðsins á tímabilinu. Hlín, sem leikur með Kristianstad, skoraði 15 mörk og lagði upp fjögur í 25 leikjum.