Brynhildur Erna Árnadóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. október 2024.

Foreldrar hennar voru Guðrún Solveig Einarsdóttir, f. 1899, d. 1995, og Árni J. Árnason, f. 1896, d. 1949, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík. Systkini Brynhildar Ernu voru Steinunn, f. 1929, d. 2021, Inga f. 1932, d. 2022, Guðrún Lilja, f. 1934, d. 2023, og Árni Jón, f. 1939, d. 2022.

Brynhildur Erna, sem alltaf var kölluð Erna innan fjölskyldunnar, var yngst fimm systkina kenndra við Mánagötu 24 í Reykjavík sem var heimili foreldra þeirra í Norðurmýri. Systkinahópurinn var samheldinn og mikill samgangur milli fjölskyldna þeirra. Erna var ógift en tók virkan þátt í uppeldi systkinabarna sinna.

Erna lauk skyldunámi frá Austurbæjarskóla og stundaði síðar nám við

...