Er örugglega „Gott að eldast“?
Dagþór S. Haraldsson
Dagþór S. Haraldsson

Dagþór S. Haraldsson

Stjórnin sprungin og kosningar fram undan. Ljóst er að VG kemur ekki manni á þing og einnig að fylgi Framsóknar hefur dalað gríðarlega. Fjarlægur möguleiki er að Framsókn komist í ríkisstjórn, en þá með færri ráðherrum en í liðinni stjórn.

Þá komum við að efndum og ábyrgð. Guðmundur Ingi félagsmálaráðherra og Willum Þór heilbrigðisráðherra héldu glærusýningu undir slagorðinu „Gott að eldast“ á Hilton Nordica 5. desember 2022. Eins og Rúv orðaði það „Glærusýning með tilþrifum“. Þessir ráðherrar eru mjög snjallir, því þeir stofnuðu starfshóp sem í samvinnu við LEB á að skila niðurstöðu eftir fjögur ár, eða 5. des. 2026! Algjör snilld.

Ég er búinn að skrifa nokkrar greinar um þetta mál, sem birst hafa í blaði allra landsmanna eða Mogganum. Ég veit að ég er

...