Dómarinn David Coote hefur verið settur til hliðar á meðan samtök atvinnudómara á Englandi, PGMOL, rannsaka mál hans. Myndskeið af Coote að hrauna yfir Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins Jürgen Klopp fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Dómarinn David Coote hefur verið settur til hliðar á meðan samtök atvinnudómara á Englandi, PGMOL, rannsaka mál hans.
Myndskeið af Coote að hrauna yfir Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins Jürgen Klopp fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Þar sagði hann meðal annars að Liverpool væri ömurlegt lið og að Klopp væri „þýsk kunta“.
Á myndskeiðinu er Coote sennilega undir áhrifum áfengis ásamt félaga sínum sem er að spyrja hann út í hvað honum finnist um Liverpool-liðið. Coote bað síðan félaga sinn að dreifa aldrei myndskeiðinu í seinna myndskeiði sem birtist.
Ekki er vitað að svo stöddu hvenær myndskeiðin tvö voru tekin upp en ljóst þykir að það
...