Olga María Franzdóttir fæddist í Jilemnice í Tékkóslóvakíu 25. ágúst 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 10. október 2024.
Foreldrar hennar voru Marie Šramová hjúkrunarkona, f. 10.9. 1913, d. 17.9. 2002, og František Šram læknir, f. 18.1. 1909, d. 14.7. 1974. Bróðir Olgu var František Šram læknir, f. 8.6. 1935, d. 2.12. 2021, eftirlifandi eiginkona hans er Tatána Šramová, f. 18. febrúar 1935, börnin þeirra eru fjögur, tvíburasystur f. 17.4. 1960; Katerina Mlckovská, býr í Kanada og Tékklandi, og Barbora Balaban, búsett í Kanada; Jakub Šram, f. 14.10. 1967, býr í Tékklandi og Ástralíu; og Ondrej Šram, f. 10.10. 1969, sem býr í Prag í Tékklandi.
Eiginmaður Olgu var Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur, f. 28.12. 1932 á Fossi í Hrútafirði, d. 17.7. 2005. Olga kynntist
...