Lokaathöfn Kvikmyndahátíðarinnar í Lübeck í Þýskalandi var haldin á sunnudaginn. Segir í tilkynningu að í ár hafi fimm íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk verið sýnd á hátíðinni, sem sé ein sú stærsta og mikilvægasta fyrir kvikmyndagerð á Norðurlöndum. Þá hlutu Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Heather Millard tvenn verðlaun; annars vegar Interfilm-kirkjuverðlaunin fyrir Ljósbrot og hins vegar var O (hringur) valin besta stuttmyndin. Þá var heimildarmynd Pamelu Hogan, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, valin besta heimildarmyndin.