Eftir sex töp í röð, tvö í vináttulandsleikjum og fjögur í Þjóðadeild Evrópu, er óumflýjanlegt að sæti Roberts Prosineckis, þjálfara karlalandsliðs Svartfjallalands í knattspyrnu, sé farið að hitna. Það er sannleikanum samkvæmt að framkvæmdastjóri…
Hugsi Svartfjallaland er án stiga á botni 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar Evrópu undir stjórn Roberts Prosineckis, sem er að renna út á samningi.
Hugsi Svartfjallaland er án stiga á botni 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar Evrópu undir stjórn Roberts Prosineckis, sem er að renna út á samningi. — AFP/Kenzo Tribouillard

Svartfjallaland

Vladimir Novak

vnovak@eunet.rs

Eftir sex töp í röð, tvö í vináttulandsleikjum og fjögur í Þjóðadeild Evrópu, er óumflýjanlegt að sæti Roberts Prosineckis, þjálfara karlalandsliðs Svartfjallalands í knattspyrnu, sé farið að hitna. Það er sannleikanum samkvæmt að framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins, Dejan Savicevic, er fyrrverandi liðsfélagi hans og vinur en hingað til hafa engar fregnir borist af mögulegri framlengingu á samningi Prosineckis, sem rennur út í lok ársins. Þrátt fyrir að aðstæðurnar séu óþægilegar var Prosinecki meira en til í að ræða við Morgunblaðið.

Það er staðreynd að landslið Svartfjallalands býr ekki yfir miklum gæðum, sérstaklega þegar þið þurfið að spila án Stefans Savics og Stevans Jovetics; samt sem áður finnst manni

...