Reykjavík Lífskjör á Íslandi hafa laðað marga hingað til lands.
Reykjavík Lífskjör á Íslandi hafa laðað marga hingað til lands. — Morgunblaðið/Karítas

Dýrtíð í Póllandi gæti haft í för með sér að fleiri Pólverjar leiti tækifæra á Íslandi en ella.

Þetta segir Jacek Grybos en hann hefur mikla reynslu af íslenskum vinnumarkaði og sömuleiðis af samskiptum við Pólverja sem koma hingað í atvinnuleit.

Jacek nefnir sex ástæður fyrir því að Pólverjar muni horfa til Íslands.

Í fyrsta lagi sé verðlag að hækka í Póllandi. Í öðru lagi hafi mörg fyrirtæki í Póllandi sagt upp starfsfólki að undanförnu. Í þriðja lagi fái margir Pólverjar ekki vinnu við hæfi í Póllandi, þ.m.t. háskólafólk með vissan bakgrunn. Í fjórða lagi sé húsnæðiskostnaður á uppleið. Í fimmta lagi séu laun á Íslandi það mikið hærri en í Póllandi að það margborgi sig að koma til Íslands í vertíðarvinnu. Í sjötta og síðasta lagi séu flugsamgöngur milli Íslands og Póllands betri en nokkru

...