Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Í 400 daga hefur geisað stríð sem á sér engan líka á Gasaströndinni. Þar hefur Ísraelsher drepið fleiri börn en dæmi eru um í nokkru öðru stríði á jafn skömmum tíma. Öllum reglum um stríðsrekstur og mannúðarlögum hefur verið ýtt til hliðar. 70% þeirra sem eru látin eru börn og konur. Staðfest tala látinna er tæplega 44 þúsund manns og slösuð eru ekki færri en 103 þúsund. Þar af fjöldi barna og ungmenna sem hafa misst útlimi og brennst illa. Mörg hundruð þúsund manns hafa í rúmt ár verið á vergangi innan Gasa við illan aðbúnað og stanslaust sprengjuregn.

Áður en hryðjuverkasveitir Hamas gerðu árásina á Ísrael 7. október 2023 bjuggu 2,3 milljónir manna á Gasa á einhverju þéttbýlasta svæði jarðar. Helmingur íbúa var og er börn. Gasa er í rúst, nærri 90% bygginga þar hafa orðið fyrir skemmdum eða eru ónýt. Allir sem fylgjast með fréttum hafa séð myndir af eyðileggingu sem aðeins er hægt að líkja við

...