Viðhöfn Guðrún Nordal og Lilja Alfreðsdóttir við flutningana í gær.
Viðhöfn Guðrún Nordal og Lilja Alfreðsdóttir við flutningana í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðhöfn var í gær þegar dýrgripirnir Margrétar saga, Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða voru fluttir úr Árnagarði í Reykjavík í Eddu – hús íslenskunnar, hvar sýning á þeim og menningarheimi fornritanna verður opnuð næsta laugardag. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra og Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar voru þar í aðalhlutverki við flutningana sem nutu lögregluverndar eins og eðlilegt er þegar menningarlegur gullforði íslensku þjóðarinnar er færður á milli staða. sbs@mbl.is » 4