— Morgunblaðið/Eggert

Bríet rifjar upp fyrstu skrefin í tónlistinni á Airwaves fyrir rúmum áratug. Hún segir að árið 2024 hafi verið afar óvenjulegt og fullt af breytingum. Hún kveðst þó hafa nýtt árið til að tengjast barninu í sjálfri sér. Bríet mætti í hljóðverið í Ísland vaknar í gær, mánudag, en hún gaf út lagið „Takk fyrir allt“ fyrir helgi. Bríet segir sig sjaldan alveg sátta við eigin verk og hlær að því að lög eins og „Rólegur kúreki“, sem hún hafði litlar væntingar til, hafi orðið svona vinsæl.

Viðtalið við Bríeti má heyra í heild sinni á K100.is.