Knattspyrnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir varð Noregsmeistari á sínu fyrsta tímabili með norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga á dögunum. Sædís Rún, sem er einungis tvítug, gekk til liðs við norska félagið frá Stjörnunni í desember á síðasta ári og…
Noregur
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir varð Noregsmeistari á sínu fyrsta tímabili með norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga á dögunum.
Sædís Rún, sem er einungis tvítug, gekk til liðs við norska félagið frá Stjörnunni í desember á síðasta ári og skrifaði undir þriggja ára samning sem gildir út keppnistímabilið 2026.
Hún er uppalin hjá Víkingi á Ólafsvík en gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2020 og á að baki 71 leik í efstu deild þar sem hún hefur skorað þrjú mörk. Þá er hún orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 11 A-landsleiki en landsleikirnir fyrir yngri landslið Íslands eru 44 talsins. Þá var hún fyrirliði U19 ára landsliðs Íslands sem tók þátt í lokakeppni EM 2023
...