Rafmagnið nægir til þess að knýja rafbíl 100 km en rafeldsneytið sem framleitt er úr sömu raforku dugir í 20 km akstur á sparneytnum bíl.
Egill Þórir Einarsson
Egill Þórir Einarsson

Egill Þórir Einarsson

Í aðdraganda kosninga hefur framleiðsla á rafeldsneyti verið talsvert í umræðunni. Með því að nýta ótamda náttúru okkar megi skapa mikil verðmæti og í leiðinni skora stig í loftslagsmálum og rétta við orðstír þjóðarinnar sem hefur eitt stærsta kolefnisspor í heiminum vegna þess hvernig lífsstíll okkar er. En böggull fylgir skammrifi og hér er reynt að benda á staðreyndir sem sýna að fýsileiki slíkra framkvæmda er ekki augljós.

Staðan í dag

Eldsneytisnotkun Íslendinga er mikil þar sem við búum í stóru landi og þurfum að sækja björg í bú í hafið. Við höfum skuldbundið okkur til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem einkum koma frá brennslu jarðefnaeldsneytis. Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um rafeldsneyti sem arftaka þess og áform eru uppi um framleiðslu ýmissa eldsneytistegunda

...