Ritgerðir Vesturlönd í gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu ★★★★· Eftir Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. Ugla, 2024. Kilja, 80 bls.
Kundera „Bókin er vel úr garði gerð og efnið tímabært á örlagatímum í Evrópu og heiminum öllum,“ segir í rýni.
Kundera „Bókin er vel úr garði gerð og efnið tímabært á örlagatímum í Evrópu og heiminum öllum,“ segir í rýni. — AFP

Bækur

Björn

Bjarnason

Bækur þurfa ekki að vera langar til að hafa áhrif. Þessi bók eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar er aðeins 80 bls. Hún hefur að geyma ræðu og ritgerð tékkneska rithöfundarins.

Ræðuna flutti Kundera á ráðstefnu tékkneskra rithöfunda árið 1967, árið fyrir vorið í Prag þegar menntamenn og almenningur snerust gegn Moskvuvaldi kommúnista og leppum þeirra í Tékkóslóvakíu. Ber kaflinn fyrirsögnina: Bókmenntir og smáþjóðir.

Ritgerðin birtist fyrst í nóvember 1983 og ber fyrirsögnina: Vesturlönd í gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu. Þetta var þegar mikil spenna ríkti í Evrópu vegna ákvarðana NATO-ríkjanna um að koma fyrir meðaldrægum bandarískum kjarnaflaugum á meginlandi Evrópu

...