Þegar listarnir eru loks tilbúnir er tími kominn fyrir baráttumálin.
Píratar hafa snúið sér að því að fækka túristum og skattleggja eftir að barátta þeirra við að fjölga öðrum útlendingum hér missti flugið.
Það hillir líka undir kosningamál sem samstaða gæti orðið um ef Samfylking lætur af stuðningi við þéttingarstefnuna sem mestum usla hefur valdið.
Það veltur dálítið á ráðherraefnunum eins og kunnugt er.
Það viðurkenna núorðið flestir það sem gera þarf: Færa úr vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins, brjóta nýtt land í stórum stíl og hætta að okra á lóðum og byggja, byggja.
Þannig myndi húsnæði gamalt og nýtt stórlækka í verði áður en við væri
...