Nú er veist að manni á fundi í Vinafélagi Karls konungs þriðja og maður svarar fyrir sig: ver sig með orðum. En að sverja fyrir e-ð er annað mál: að neita e-u með eiði

Nú er veist að manni á fundi í Vinafélagi Karls konungs þriðja og maður svarar fyrir sig: ver sig með orðum. En að sverja fyrir e-ð er annað mál: að neita e-u með eiði. „Ég lagði hönd á Almanak Þjóðvinafélagsins, önnur ritning var ekki tiltæk, og sór fyrir það að ég hefði nokkurn tíma lagt nafn Karls við hégóma.“