Níels Árni Lund hefur sent frá sér bókina Fólkið frá Vörum í Garði og útgerð Gunnars Hámundarsonar. Þar rekur hann fjölskyldusögu ábúenda í Vörum, einkum útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur, og afkomenda þeirra
Fróðleikur Níels Árni virðir fyrir sér mynd af áttæringnum Fram, sem Halldór 13 ára sótti fyrst sjóinn á með föður sínum.
Fróðleikur Níels Árni virðir fyrir sér mynd af áttæringnum Fram, sem Halldór 13 ára sótti fyrst sjóinn á með föður sínum.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Níels Árni Lund hefur sent frá sér bókina Fólkið frá Vörum í Garði og útgerð Gunnars Hámundarsonar. Þar rekur hann fjölskyldusögu ábúenda í Vörum, einkum útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur, og afkomenda þeirra. „Mér finnst ákaflega mikilvægt að sögu þjóðar okkar sé haldið til haga og hún verður ekki til sem saga af einum manni heldur þarf að skrifa um venjulegt fólk, störf þess og líf, og saga Varahjónanna er dæmi um það. Verði sögunni ekki gerð skil, skrifuð niður, hverfur hún í tímans rás,“ segir hann um bókina.

Kristjana Pálína Benediktsdóttir, eiginkona Níels Árna, er dótturdóttir Halldórs og nöfnu sinnar Kristjánsdóttur. Níels Árni segir frá fyrstu kynnum sínum af hjónunum í inngangi bókarinnar.

...