„Við vissum að þarna væru 20-30 kindur, en það gekk mjög illa að ná þeim í haust í göngunum,“ segir Hlöðver Hlöðversson, bóndi á Björgum, sem skipulagði leiðangur til að ná í eftirlegukindur í Víknafjöll á sunnudaginn. Hann segir að þegar eftirlegukindur verði eftir á þessu svæði sé oft hægt að flytja þær með gúmmíbát í land, en það hafi ekki gengið með þennan fjölda.
„Stundum slysast kindurnar á þetta svæði í Víknafjöllunum, líka kindur sem fara yfir fjöllin frá Fnjóskadal sem eru ekki vanar svæðinu og eru áttavilltar. Í haust kom veturinn snemma og við höfum farið þarna norður með á bát að fylgjast með þessu, en það hefur verið erfitt í sjó í allt haust.“
Hlöðver segir að þetta svæði sé snjóþungt á vetrum og ekki víst að kindur sem verða innlyksa í Víknafjöllum geti lifað veturinn af. „Við fengum mann með uppruna í Víkunum, Stefán Guðmundsson, í lið með okkur, en amma hans var fædd og uppalin þarna í víkunum á Vatnsnesi og hann
...