Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda um framtíð sína í vikunni ásamt forráðamönnum félagsins. Það er spænski miðillinn Relovo sem greinir frá þessu en núgildandi samningur Spánverjans við City rennur út eftir tímabilið. Forráðamenn City vilja ólmir halda spænska stjóranum og gæti hann skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum fyrir áramót.

Faruk Koca, fyrrverandi forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins Ankaragucu, hefur verið dæmdur í þriggja ára og sjö mánaða fangelsi fyrir að ráðast á dómara í desember í fyrra. Þá var Koca brjálaður eftir jafntefli karlaliðs Ankaragucu gegn Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler eftir leik. Aðrir hlupu með forsetanum inn á völlinn og spörkuðu í dómarann þegar hann lá á grasinu. Málið vakti mikla athygli í Tyrklandi sem og öllum heiminum en sem dæmi var öllum leikjum frestað í Tyrklandi

...