Guðlaugur Steinarr Gíslason
Nú styttist í að gengið verði til kosninga og á ný rignir yfir þjóðina gylliboðum um að innganga í Evrópusambandið stórbæti hér lífskjör með lægri vöxtum og aukinni velsæld. Þar fer Viðreisn fremst í flokki – en allir sem kynna sér málið átta sig hins vegar fljótlega á því að hér er verið að kasta ryki í augu kjósenda. Í störfum mínum á alþjóðlegum vettvangi hef ég fengið innsýn inn í stöðu Evrópu sem efnahagssvæðis og þau fjölmörgu vandamál sem álfan glímir við. Við megum ekki fórna þrautagöngu fyrri kynslóða fyrir sjálfstæði þjóðarinnar með fölskum gylliboðum stjórnmálamanna.
Efnahagsleg stöðnun í Evrópu
Evrópa er í algjörri stöðnun. Hagvöxtur á mann á Íslandi er um tvöfalt meiri en í löndum Evrópusambandsins. Hagvöxtur evrusvæðisins mældist 0,4% árið 2023 og það er sífellt erfiðara
...