Það sem eftirlaunafólk þarf núna er ríkisstjórn með sterkt umboð til að efla almannatryggingakerfið.
Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson

Skerðingar á ellilífeyri voru 36,5 milljarðar á ársgrundvelli þegar núverandi ríkisstjórn tók við árið 2017. Í dag nema skerðingarnar 66 milljörðum samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Þær hafa nærri tvöfaldast. Stóra ástæðan er sú að almenna frítekjumarkinu hefur verið ríghaldið í 25 þúsund krónum á hverju einasta fjárlagaári.

Frá því að ég settist á þing haustið 2021 hef ég beitt mér af þunga fyrir réttlátara almannatryggingakerfi. Ég hef gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að sniðganga lagafyrirmæli um að greiðslur Tryggingastofnunar fylgi launaþróun og bent á að með raunrýrnun frítekjumarks hafa skerðingar þyngst ár frá ári. En það er til lítils að hrópa og kalla í stjórnarandstöðu. Það sem eftirlaunafólk þarf núna er ríkisstjórn með sterkt umboð til að efla almannatryggingakerfið

...