Frá stríðslokum hafa samgönguráðherra og flugmálayfirvöld vanrækt að hafa frumkvæði og forgöngu um að bæta framtíðarstöðu flugmála á suðvesturhorninu.
Örn Sigurðsson
Örn Sigurðsson

Örn Sigurðsson

Samtök um betri byggð beina því til borgarstjórnar Reykjavíkur að afturkalla heimild til blindaðflugs og fella niður rekstrarleyfi herflugvallar í Vatnsmýri. Blindaðflugsheimildin hefur viðhaldið skaðlegum skerðingarflötum yfir allri byggð á nesinu vestan Elliðaáa og umhverfis flugbrautirnar áratugum saman og svipt Reykvíkinga þannig ómetanlegri lofthelgi sinni og möguleikum á skilvirkri og mannvænni þróun miðborgarbyggðar.

Blindaðflug er óþarft

Með hnattrænu veðurlíkani er spáð nákvæmlega fyrir um veður hvar sem er á jörðinni næstu 48 klst. Því er ekki þörf fyrir staðlað blindaðflug að herflugvellinum. Í innanlandsflugi á Íslandi er auðvelt að skipuleggja sjónflug með tveggja sólarhringa fyrirvara.

London City Airport (LCA) er þekktur flugvöllur án

...