Ingvar Júlíus Baldursson
Í þessari grein verður reynt að svara þeirri spurningu hvort það sé betra fyrir íslenskt samfélag að raforkuverð sé hátt eða lágt. Til að geta svarað spurningunni þarf að átta sig á hvernig íslenski raforkumarkaðurinn er.
Raforkulög
Hlutverk Alþingis er að setja leikreglur samfélagsins. Á árinu 2003 voru samþykkt lög sem skiptu raforkukerfinu í fernt; það er vinnsla, flutningur, dreifing og sala. Flutningur og dreifing eru sérleyfisstarfsemi sem er m.a. undir eftirliti Orkustofnunar sem fylgist með tekjuramma fyrirtækjanna. Vinnsla og sala eru á samkeppnismarkaði og þar gilda almenn samkeppnislög. Við gerð laganna breyttust skyldur Landsvirkjunar sem áður tryggði nægjanlega raforkuvinnslu til að anna heildarraforkuþörf markaðarins. Lögin skylda engan einn aðila að tryggja nægjanlegt
...