Líkur eru á að verð á hrávörumörkuðum lækki um 5% á næsta ári og um 2% árið 2026. Þetta kemur fram í skýrslunni Commodity Markets Outlook sem Alþjóðabankinn gefur út tvisvar á ári. Þar kemur fram að olíuverð muni leiða þá þróun en verð á jarðgasi…
Hrávara Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað á kakóbaunum og appelsínum að undanförnu sökum uppskerubrests víða erlendis.
Hrávara Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað á kakóbaunum og appelsínum að undanförnu sökum uppskerubrests víða erlendis. — AFP/Wojtek Radwanski

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Líkur eru á að verð á hrávörumörkuðum lækki um 5% á næsta ári og um 2% árið 2026. Þetta kemur fram í skýrslunni Commodity Markets Outlook sem Alþjóðabankinn gefur út tvisvar á ári.

Þar kemur fram að olíuverð muni leiða þá þróun en verð á jarðgasi gæti hækkað og búist er við stöðugu verði á málmum og landbúnaðarhráefnum.

Jafnframt kemur fram í skýrslunni að hætta sé á að aukin spenna í Mið-Austurlöndum geti hækkað orkuverð til skemmri tíma, sem hefði áhrif á aðra hrávöru. Til lengri tíma litið séu hins vegar merki um verðlækkun á olíu.

Á sama tíma eru bæði jákvæð og neikvæð teikn á lofti í eftirspurn eftir iðnaðarhráefnum í tengslum við

...