Í aðdraganda kosninga vekja fylgiskannanir jafnan nokkra forvitni, bæði til þess að glöggva sig á við hverju megi búast daginn eftir kjördag, en einnig hvernig ýmsum gengur betur eftir því sem á líður
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Í aðdraganda kosninga vekja fylgiskannanir jafnan nokkra forvitni, bæði til þess að glöggva sig á við hverju megi búast daginn eftir kjördag, en einnig hvernig ýmsum gengur betur eftir því sem á líður.
Fyrir áhugamenn um stjórnmál getur þó ekki verið síður áhugavert með hvaða hætti fylgið dreifist eftir ýmsum bakgrunnsbreytum.
Þar skipta sjálfsagt kjördæmin mestu máli, en það er líka forvitnilegt að líta til kynjadreifingar fylgisins, eftir aldri, launum, stétt eða stöðu.
Að ofan má rýna í margt af því úr niðurstöðum síðustu skoðanakönnunar Prósents fyrir Morgunblaðið.