Handboltamarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson gekk óvænt til liðs við ísraelska félagið Hapoel Ashdod í sumar eftir fjögur ár í herbúðum Aue í Þýskalandi. Ashdod er stærsta hafnarborg Ísraels, rúmlega 30 kílómetra sunnan við Tel Aviv og tæpa 50 kílómetra norðan við Gasaströndina
Ísrael
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Handboltamarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson gekk óvænt til liðs við ísraelska félagið Hapoel Ashdod í sumar eftir fjögur ár í herbúðum Aue í Þýskalandi. Ashdod er stærsta hafnarborg Ísraels, rúmlega 30 kílómetra sunnan við Tel Aviv og tæpa 50 kílómetra norðan við Gasaströndina.
Sveinbjörn, sem er 35 ára gamall, er fyrsti íslenski handboltamaðurinn sem leikur með atvinnumannaliði í Ísrael en ferill hans er afar áhugaverður.
Hann er uppalinn á Akureyri og hóf ferilinn með Þór. Hann hefur einnig leikið með Akureyri, sameiginlegu liði Þórs og KA, HK og Stjörnunni hér á landi. Alls lék hann í átta ár með Aue í Þýskalandi, fyrst frá 2012 til 2016. Þá á hann að baki 11 A-landsleiki fyrir Ísland.
...