Kópavogur Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu í gær.
Kópavogur Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir 159 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu A- og B-hluta í rekstri Kópavogsbæjar á næsta ári. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2025, sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, segir að niðurstaða A-hluta verði jákvæð um 213 milljónir.

Í tilkynningu frá bænum segir að ekki sé gert ráð fyrir sölu byggingarréttar í áætlun bæjarins en að áfram verði úthlutað í Vatnsendahverfi og öðrum hverfum bæjarins.

„Veltufé frá rekstri er áætlað 5 milljarðar króna á samstæðu bæjarins sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn er að gefa til að standa undir framkvæmum og afborgunum lána. Skuldir eru hóflegar þrátt fyrir miklar framkvæmdir og skuldaviðmið 92,2% samkvæmt áætlun, sem er langt undir lögbundnu viðmiði,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirhugað er

...