Elsa Heike J. Hartmann fæddist 28. mars 1936. Hún lést 10. október 2024.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Leiðir okkar Heike lágu saman í Ásmundarsal á námskeiði Myndlistarskólans í Reykjavík 1978. Námskeiðinu lauk með stæl, hálfsmánaðar skólaferðalagi til Parísar.
Það var heillandi fyrir rúmlega tvítugan stráklinginn að kynnast þroskaðri konu, opinni og frjálslyndri og eilítið hippalegri með pípuna sína. Þau voru kósí kvöldin í litla raðhúsinu á Framnesvegi, smekklega heimilinu með öllum smáhlutunum og tveimur unglingum. Nú sé ég eftir að hafa ekki spurt Heike meir um uppvöxt sinn í stríðinu í Þýskalandi og árin á eftir. Reyndar var það henni ekki ofarlega í huga, ef ég man rétt. Hún var góður teiknari og fim með vatnslitapensilinn. Mér eru þær sérstaklega minnisstæðar ásamt gluggaútstillingunum
...