Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Már Gunnarsson, söngvari, tónlistarmaður og – síðast en ekki síst – afreksmaður í sundi, stendur í ströngu þessa dagana. Fram undan eru tónleikar með hljómsveit tónlistarháskólans Royal Northern College of Music, The Royal Northern College of Music Session Orchestra (RNCM), en þeir fyrstu voru haldnir í Manchester á Englandi 10. nóvember. Tvennir verða haldnir hér á landi, í Salnum í Kópavogi 20. nóvember og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ degi síðar, það er 21. nóvember.
Tilefni tónleikahaldsins er meðal annars útgáfa nýrrar plötu Más, Orchestral Me, og verður hún öll flutt á tónleikunum auk valinna laga í ævintýralegum og sinfónískum útsetningum. Sérstakir heiðursgestir verða Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og söngkonurnar Ísold og Iva.
...