”  Slagorð flokkanna kunna að hljóma einföld og sannfærandi en fela þá staðreynd að undirliggjandi er afar flókið efnahagslegt og félagslegt kerfi þar sem ekki er allt sem sýnist. Af fullri sanngirni þá geta stjórnmálaflokkar í kosningabaráttu tæplega leyft sér annað en að hamra á stuttum skilaboðum þegar kemur að efnahagsmálum
Efnahagsmál
Hjörtur H. Jónsson
Forstöðumaður hjá ALM Verðbréfum
Það líður hratt að kosningum og þessa dagana reyna stjórnmálaflokkarnir með öllum ráðum að koma stefnu sinni á framfæri, oftar en ekki með miklum einföldunum og í slagorðastíl. Fyrir þessar kosningar eru efnahagsmálin í brennidepli enda staðan að mörgu leyti erfið líkt og oft áður í okkar litla og viðkvæma hagkerfi. Í þessu samhengi eiga allir flokkarnir það sameiginlegt að þeir ætla að ná niður verðbólgu, án þess að fara út í mikil smáatriði um hvernig það skal gert. Aðrar áherslur flokkanna snúa síðan oftar en ekki að aukinni verðmætasköpun eða meiri jöfnuði í dreifingu verðmætanna sem við búum til.
Slagorð flokkanna kunna að hljóma einföld og sannfærandi en fela þá staðreynd
...