Ljósabúnaði var komið fyrir á mastrinu á hinum nýja Gjögurvita á mánudagskvöld. Ljós skín því á ný frá Gjögri á Ströndum, en gamli vitinn féll í óveðri í fyrra. Hann var reistur árið 1921. Á toppi nýja mastursins er led-vitaljós og á sjálfu mastrinu …
— Ljósmynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson

Ljósabúnaði var komið fyrir á mastrinu á hinum nýja Gjögurvita á mánudagskvöld. Ljós skín því á ný frá Gjögri á Ströndum, en gamli vitinn féll í óveðri í fyrra. Hann var reistur árið 1921. Á toppi nýja mastursins er led-vitaljós og á sjálfu mastrinu radarsvari til að auka sjáanleika þess enn frekar fyrir skip og báta.