Stefán Ólafsson
Í stjórnmálaumræðum er algengt að fárast sé yfir því að ríkisútgjöld á Íslandi hafi aukist alltof mikið og séu nú alltof há. Þetta er til dæmis megináhersla hjá talsmönnum Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í framhaldinu er svo hamrað á meintri þörf fyrir aukinn niðurskurð og aðhald í opinberri starfsemi sem þegar býr við mikla innviðaskuld (þ.e. vanfjármögnun miðað við þörf), til dæmis í heilbrigðismálum, samgöngumálum og húsnæðismálum.
Margir sjálfstæðismenn hafa einnig tönnlast á þessu sama í gegnum tíðina, enda er það lykiláhersla hjá frjálshyggjumönnum að allt sem ríkið gerir sé slæmt en allt sem einkafyrirtæki gera sé gott. Veruleikinn er hins vegar allur annar.
Vissulega voru opinber útgjöld aukin í covid-kreppunni, mest til að styrkja fyrirtæki í ferðaþjónustu, en
...